139. löggjafarþing — 66. fundur,  27. jan. 2011.

framkvæmd kosningar til stjórnlagaþings, munnleg skýrsla innanríkisráðherra.

[12:46]
Horfa

Margrét Tryggvadóttir (Hr) (andsvar):

Frú forseti. Mér finnst alltaf gaman að hlusta á þingmanninn Sigmund Davíð Gunnlaugsson. Hann fer vel yfir málin og setur þau oft í athyglisvert og sögulegt samhengi. En ég var að reyna að leita eftir því hvað Framsóknarflokkurinn vildi gera í þessu máli. Kannski hef ég misst af því, ég náði því alla vega ekki.

Ef ég man rétt var stjórnlagaþing eitt af þremur skilyrðum Framsóknarflokksins fyrir stuðningi við minnihlutastjórnina. Nú vil ég bara spyrja: Hvað vill Framsóknarflokkurinn gera núna?