139. löggjafarþing — 67. fundur,  31. jan. 2011.

ástandið í Egyptalandi.

[15:20]
Horfa

Birgitta Jónsdóttir (Hr):

Frú forseti. Það eru ánægjuleg tíðindi og kannski í takt við það sem Cameron, Sarkozy og Angela Merkel hafa sent frá sér. Mig langar til að spyrja hæstv. utanríkisráðherra hvort hann hyggist senda frá sér yfirlýsingu þessa efnis. Ég gerist svo frökk að kalla eftir því að utanríkismálanefnd fundi kannski um þetta mál. Hver einasta klukkustund skiptir máli og það er mjög mikilvægt fyrir fólkið í Egyptalandi sem hefur loksins risið upp gegn kúguninni að finna fyrir stuðningi frá öðrum þjóðlöndum.

Mér þætti vænt um ef hæstv. utanríkisráðherra mundi skýra frá því hvort hann hyggist gera þetta opinberlega eða hvort hann telji þetta nægilega opinbert.