139. löggjafarþing — 67. fundur,  31. jan. 2011.

stjórnlagaþing og hlutverk Hæstaréttar.

[15:33]
Horfa

Guðlaugur Þór Þórðarson (S):

Virðulegi forseti. Ég veit ekki hvort hæstv. ráðherra getur gengið miklu lengra í því að reyna að grafa undan trúverðugleika Hæstaréttar en að kalla niðurstöðu hans undarlega en það var það sem hæstv. ráðherra gerði. Hann kom hér upp og lýsti því yfir að niðurstaða Hæstaréttar væri undarleg.

Við höfum talað mikið um stjórnskipun í landinu og eitt af því sem við ættum kannski að ræða meira um, af þessum ástæðum, er það að við viljum ekki sjá að pólitíkin hafi afskipti af dómsmálunum, en ég held að núverandi ríkisstjórn, með hæstv. ráðherra í broddi fylkingar, gangi ansi langt í því svo ekki sé dýpra í árinni tekið. Ég get ekki skilið hæstv. ráðherra öðruvísi en að hann sé að gagnrýna þau lög sem hann samþykkti og voru samin hér en ekki Hæstarétt.

Ég vildi að lokum (Forseti hringir.) spyrja hæstv. ráðherra hvort hann muni biðjast afsökunar á sínum þætti í þessu máli.