139. löggjafarþing — 67. fundur,  31. jan. 2011.

dýpkunarframkvæmdir í Hornafjarðarhöfn.

270. mál
[16:35]
Horfa

Sigurður Ingi Jóhannsson (F):

Virðulegi forseti. Ég vil þakka hv. þingmanni fyrir að vekja máls á þessu mikilsverða málefni og eins svör hæstv. ráðherra. Það er ákaflega mikilvægt að við höldum okkur við að hanna og kanna. Þó að við getum ekki endilega framkvæmt mikið á þessum erfiðu kreppuárum er mikilvægt að við undirbúum jarðveginn til að geta farið í framkvæmdir sem fyrst. Það er auðvitað þannig að við þá reynslu sem hefur orðið til af Landeyjahöfn, en ekki síður kannski af höfninni við Hornafjörð, sem er líka sandhöfn, þá er það staðreynd að við öðlumst sífellt meiri og meiri þekkingu með því að nota höfnina. Það er ákaflega nauðsynlegt upp á framtíðina, upp á það að geta stækkað fiskiskipaflotann og verið með öflugri skip, að hafnirnar haldi takti við það og mögulegt sé að sigla þarna inn í framtíðinni með öflugri skip en við þekkjum í dag. (Forseti hringir.) Ég treysti því að ráðuneytið haldi vel á spöðunum hvað það varðar.