139. löggjafarþing — 67. fundur,  31. jan. 2011.

flutningur Landhelgisgæslunnar á Miðnesheiði.

427. mál
[17:02]
Horfa

Sigmundur Ernir Rúnarsson (Sf):

Frú forseti. Ég kem upp til að hvetja hæstv. ráðherra til dáða í þessu máli. Það er ekki sjálfgefið að allar stofnanir samfélagsins séu á einum stað miðlægar í Reykjavík. Að mati þess sem hér stendur er flutningur Landhelgisgæslunnar til Keflavíkur ákaflega góð hugmynd og einnig hagkvæm. Það er að verða þröngt um skip Landhelgisgæslunnar í Reykjavíkurhöfn. Næg er aðstaðan í Keflavík og þar er auk þess að finna aðalflugvöll landsmanna. Af þessum sökum, og reyndar mörgum fleirum sem ekki er hægt að fara yfir í stuttu máli, er að mati þess sem hér stendur ákaflega gott Landhelgisgæslunnar vegna að flytja hana suður með sjó á stað sem hingað til hefur verið miðpunktur flugþjónustu á Íslandi. Ég hvet ráðherra mjög til dáða í þessu efni.