139. löggjafarþing — 68. fundur,  1. feb. 2011.

tilkynning um dagskrá.

[14:02]
Horfa

Forseti (Ásta R. Jóhannesdóttir):

Tvær utandagskrárumræður fara fram í dag. Hin fyrri hefst klukkan hálfþrjú, að loknum dagskrárliðnum um störf þingsins, og er um skattstefnu ríkisstjórnarinnar. Málshefjandi er hv. þm. Sigmundur Davíð Gunnlaugsson og fjármálaráðherra, Steingrímur J. Sigfússon, verður til andsvara.

Hin síðari hefst klukkan þrjú, þegar að lokinni þeirri fyrri, og er um Landeyjahöfn og siglingar Herjólfs. Málshefjandi er hv. þm. Sigurður Ingi Jóhannsson og innanríkisráðherra, Ögmundur Jónasson, verður til andsvara.

Umræðurnar fara fram skv. 2. mgr. 50. gr. þingskapa og standa í hálfa klukkustund hvor.