139. löggjafarþing — 68. fundur,  1. feb. 2011.

bréf forsætisráðherra til Ríkisendurskoðunar.

[14:35]
Horfa

Birgir Ármannsson (S):

Hæstv. forseti. Ég held að hv. þm. Guðlaugur Þór Þórðarson hafi vakið athygli á grafalvarlegu máli. Það er gert ráð fyrir því og um það hefur verið allgóð sátt að Ríkisendurskoðun væri sjálfstæð eftirlitsstofnun á vegum Alþingis og lyti ekki fyrirmælum framkvæmdarvaldsins, eftirlitsstofnun Alþingis sem fylgist með því hvernig framkvæmdarvaldið hagar störfum sínum.

Ég get ekki skilið bréf hæstv. forsætisráðherra sem hv. þm. Guðlaugur Þór Þórðarson vitnar til öðruvísi en sem inngrip í þá ákvörðun þingsins að senda þetta mál til Ríkisendurskoðunar og bein eða óbein fyrirmæli til Ríkisendurskoðunar um það hvernig hún eigi að vinna vinnu sína, eins og hæstv. forsætisráðherra treysti ekki Ríkisendurskoðun til að vinna á málefnalegan hátt. Er það þannig sem á að skilja bréf hæstv. forsætisráðherra, (Forseti hringir.) að hún treysti ekki Ríkisendurskoðun til að vinna verkefnið málefnalega? Þetta vekur miklar spurningar, (Forseti hringir.) hæstv. forseti.