139. löggjafarþing — 68. fundur,  1. feb. 2011.

flugmálaáætlun og fjáröflun til flugmála.

407. mál
[16:46]
Horfa

innanríkisráðherra (Ögmundur Jónasson) (Vg) (andsvar):

Hæstv. forseti. Grundvallarbreytingin sem verið er að ráðast í með þessu frumvarpi er að hverfa frá skattheimtu í ríkissjóð yfir í notendagjöld sem fara beint til rekstraraðilans, Isavia ohf. Það er grundvallarbreytingin sem við erum að ráðast í. Það á hvorki að breyta fjárhag ríkisins né rekstraraðilans. Þetta er kerfisbreyting sem við erum að laga okkur að, m.a. að kröfu hins Evrópska efnahagssvæðis og ESA. Það var settur niður starfshópur til að fara í gegnum þetta. Þetta er kerfisbreytingin sem við erum að ráðast í. Við erum að hverfa frá skattheimtu og taka upp notendagjöld sem renna til rekstraraðilans. Það er munurinn.