139. löggjafarþing — 69. fundur,  2. feb. 2011.

sala fyrirtækja í almannaeigu -- Íbúðalánasjóður -- Læknavaktin o.fl.

[14:18]
Horfa

Árni Johnsen (S):

Virðulegi forseti. Mig langar að spyrja hæstv. fyrrverandi samgönguráðherra, Kristján Möller, um framgang máls sem hann á sínum tíma tók upp á arma sína og Samfylkingin fylgdi eftir, af hinu góða. Um er að ræða mál sem varðaði Keflavíkurflugvöll, svokallað ECA-verkefni, sem sneri að möguleikum á því að stofna til fyrirtækis sem skapaði á annað hundrað flugvirkjum og aðstoðarmönnum þeirra vinnu á Keflavíkurflugvelli. Þessu fylgdi fyrrverandi samgönguráðherra vel eftir en það hefur ekkert heyrst af málinu um hríð. Mig langar að spyrja hæstv. fyrrverandi samgönguráðherra um stöðu þess.