139. löggjafarþing — 69. fundur,  2. feb. 2011.

ECA-verkefnið.

[14:36]
Horfa

Árni Johnsen (S):

Virðulegi forseti. Vegna bilunar hjá hæstv. forseta, þ.e. á ræðuklukku þingsins, náði ég ekki að segja það sem ég ætlaði mér. Ég þagnaði um leið og ég sá rauða ljósið í fyrirspurn minni hér áðan vegna þess að ég er einstaklega hlýðinn forseta vorum, a.m.k. í ræðustól. (Gripið fram í: Það ber þá nýrra við.) Ég vil bara að það komi fram hér að það voru merkileg tíðindi sem hv. þm. Kristján Möller sagði um ECA-verkefnið á Keflavíkurflugvelli, það var komið á fulla ferð, en hefur einhverra hluta vegna, virðulegi forseti, lent í kæligeymslum (Gripið fram í.) og nú er ástæða til þess að finna út úr því og fylgja því eftir. Þetta varðar atvinnusköpun á því svæði landsins (Forseti hringir.) þar sem mest atvinnuleysi er.