139. löggjafarþing — 69. fundur,  2. feb. 2011.

samningar um ábyrgð á endurgreiðslu Tryggingarsjóðs innstæðueigenda til breska og hollenska ríkisins.

388. mál
[15:28]
Horfa

Frsm. meiri hluta fjárln. (Oddný G. Harðardóttir) (Sf) (andsvar):

Forseti. Ég tel mig vera búna að svara spurningum hv. þingmanns eins og ég sagði áðan. Það sem hefur ræst af því — auðvitað svara ég fyrir mig og ekki aðra — sem ég hafði áhyggjur af er einmitt að það gerðist ekki neitt. Atvinnulífið hefur ekki farið í gang eins og við höfðum vonað. Þar er vandamálið, við fáum ekki erlent fjármagn til fjárfestingar. (Gripið fram í.) Það er ein ástæðan fyrir því. Þeir hv. þingmenn sem ekki átta sig á þessu samhengi — ég hef reynt að útskýra það eins vel og ég mögulega get og ég er hrædd um að ég geti bara ekki meir. En auðvitað er samhengi þarna á milli. Það kemur fram í öllum greiningum sem unnið hefur verið með hjá hv. fjárlaganefnd og hv. þingmaður getur lesið sig í gegnum.