139. löggjafarþing — 70. fundur,  3. feb. 2011.

nýr Icesave-samningur.

[10:43]
Horfa

forsætisráðherra (Jóhanna Sigurðardóttir) (Sf):

Virðulegi forseti. Ég held að við verðum að gefa okkur það að þau hagstæðu skilyrði sem eru núna fyrir hendi og voru ekki þegar síðustu samningar voru gerðir hefðu líka skilað sér í samninginn ef þau hefðu verið fyrir hendi á þeim tíma, bæði varðandi gengisþróunina og betri heimtur. Staðan í efnahagslífinu er líka miklu betri en þá. Við höfum styrkt gjaldeyrisforðann vegna þess að þrátt fyrir að Icesave-samningurinn hafi ekki gengið í gegn náðum við því þó, sem var náttúrlega mikið kraftaverk, að fá í gegn endurskoðunina hjá Alþjóðagjaldeyrissjóðnum sem gerði okkur kleift að styrkja verulega gjaldeyrisforðann. Allt þetta hefur lagst saman og þetta verður auðvitað að telja með þegar menn miða við 400 milljarða eða 100 milljarða. Það kemur fram í frumvarpinu að hjá þeim reiknimeisturum sem reiknuðu þetta út (Forseti hringir.) er miðað við 100 milljarða kr. (Gripið fram í.)