139. löggjafarþing — 70. fundur,  3. feb. 2011.

samningar um ábyrgð á endurgreiðslu Tryggingarsjóðs innstæðueigenda til breska og hollenska ríkisins.

388. mál
[11:31]
Horfa

utanríkisráðherra (Össur Skarphéðinsson) (Sf) (andsvar):

Frú forseti. Við erum hér til að taka ákvörðun, málið er komið að þeim lokapunkti. Hv. þingmaður hefur ekki enn þá getað gefið upp afstöðu. Hann hefur hins vegar sagt í ræðum í dag að þessi samningur sé svo góður að það sé næstum því hægt að samþykkja hann.

Frú forseti. Hvenær ætlar hv. þingmaður að taka afstöðu? Eða er hann að reyna að komast hjá því að taka afstöðu? Þorir hann ekki að fylgja formanni sínum sem svaraði reyndar öllum þeim spurningum sem hv. þingmaður spurði í dag?

Af því að hv. þingmaður segist ekki vera hagfræðingur heldur líkingafræðingur þá langar mig til að spyrja hann: Hver eru líkindin á því að hv. þingmaður greini þinginu frá því að hann hafi yfir höfuð tekið einhverja afstöðu í þessu máli? [Hlátur í þingsal.]