139. löggjafarþing — 70. fundur,  3. feb. 2011.

dómstólar.

246. mál
[16:05]
Horfa

Sigurður Kári Kristjánsson (S) (um atkvæðagreiðslu):

Virðulegi forseti. Ég held að við öll sem í þessum sal sitjum eigum það sameiginlegt að vilja styrkja og efla dómstólana í landinu, hvar í flokki sem við erum. Með þessu frumvarpi er lagt til að héraðsdómurum og hæstaréttardómurum verði fjölgað til að takast á við aukinn málafjölda. Það er viðbúið að hann muni aukast.

Fulltrúar Sjálfstæðisflokksins í hv. allsherjarnefnd hefðu viljað fara aðrar leiðir til að ná sama markmiði. Við hefðum viljað að fulltrúar allra flokka á þingi hefðu í samstarfi við fagaðila á þessu sviði einhent sér í að stofna til millidómstigs á Íslandi í stað þess að leysa þann fyrirsjáanlega tímabundna vanda sem uppi er með ótímabundnum ráðstöfunum.

Við höfum líka gert athugasemdir við málsmeðferð í (Forseti hringir.) allsherjarnefnd við þetta mál sem við erum ekki sáttir við og þess vegna munum við sitja hjá í málinu.