139. löggjafarþing — 70. fundur,  3. feb. 2011.

samningar um ábyrgð á endurgreiðslu Tryggingarsjóðs innstæðueigenda til breska og hollenska ríkisins.

388. mál
[16:13]
Horfa

Oddný G. Harðardóttir (Sf) (um atkvæðagreiðslu):

Virðulegi forseti. Með frumvarpi því sem við greiðum nú atkvæði um eygjum við lausn á Icesave-málinu sem valdið hefur deilum í samfélaginu í of langan tíma. Miklir hagsmunir eru í því fólgnir að leysa deiluna með því samkomulagi sem hér liggur fyrir, bæði efnahagslegir og pólitískir hagsmunir í samskiptum okkar við aðrar þjóðir. Ég fagna því að lausn sé í sjónmáli og í ljósi umræðunnar væntanlega með breiðum stuðningi stærsta hluta þingmanna.