139. löggjafarþing — 70. fundur,  3. feb. 2011.

samningar um ábyrgð á endurgreiðslu Tryggingarsjóðs innstæðueigenda til breska og hollenska ríkisins.

388. mál
[16:16]
Horfa

Margrét Tryggvadóttir (Hr) (um atkvæðagreiðslu):

Forseti. Sá samningur sem hér liggur fyrir er mun skárri en sá síðasti. Engu að síður getur Hreyfingin aldrei samþykkt að velta einkaskuldum yfir á almenning. Í vinnunni um þetta frumvarp núna í þinginu höfum við lagt áherslu á að reyna að finna leið til að láta fjármálalífið borga þetta. Sú vinna stendur enn þá yfir og við munum segja nei.