139. löggjafarþing — 70. fundur,  3. feb. 2011.

samningar um ábyrgð á endurgreiðslu Tryggingarsjóðs innstæðueigenda til breska og hollenska ríkisins.

388. mál
[16:19]
Horfa

Siv Friðleifsdóttir (F):

Virðulegur forseti. Við erum að greiða atkvæði um Icesave-samninginn. Ég tel að þessi samningur sé miklu betri en fyrri samningar hafa verið, reyndar er hann tíu sinnum betri í tölum talið og það er aðallega nokkrum aðilum að þakka, m.a. stjórnarandstöðunni, Indefence og forseta Íslands. (Gripið fram í: Og þjóðinni.) Það er mitt mat að það væri mjög erfitt að ná enn betri samningi þótt við færum aftur í samningaviðræður og ég tel að það sé mjög áhættusamt að fara með þetta mál fyrir dómstóla. Ég tel að allt bankakerfið í Evrópu sé undir þannig að það séu litlar líkur á því að Ísland mundi vinna slíkt mál, því miður.

Ef sú er hér stendur mundi segja nei hlyti hún að geta bent á einhverja betri leið en við erum að fara hér. Ég sé hins vegar ekki betri leið, því miður. Þetta er niðurstaðan þannig að ég mun sitja hjá í þessari atkvæðagreiðslu. Það er ólíklegt að við náum betri samningum og það er mjög áhættusamt að fara með þetta mál lengra. Því sit ég hjá.