139. löggjafarþing — 70. fundur,  3. feb. 2011.

samningar um ábyrgð á endurgreiðslu Tryggingarsjóðs innstæðueigenda til breska og hollenska ríkisins.

388. mál
[16:21]
Horfa

Vigdís Hauksdóttir (F):

Virðulegi forseti. Enn á ný hefur ríkisstjórnin reitt til höggs til að þjóðnýta einkaskuldir fallins banka. Það er gjá á milli þings og þjóðar, nú eins og áður í þessari Icesave-deilu. Ég hafna því að leggja himinháar fjárkröfur Breta og Hollendinga á íslenska skattgreiðendur án dóms og laga. Ég segi nei, nú sem endranær.