139. löggjafarþing — 70. fundur,  3. feb. 2011.

samningar um ábyrgð á endurgreiðslu Tryggingarsjóðs innstæðueigenda til breska og hollenska ríkisins.

388. mál
[16:25]
Horfa

Birgitta Jónsdóttir (Hr):

Frú forseti. Hér erum við enn og aftur að tala um hvort það sé réttlætanlegt að velta einkaskuld yfir á almenning í landinu. Ég tók þátt í mörgum fundum og tók þátt í að fá betri, og hæfari aðila til að semja um betri samning. Samningurinn er með sanni betri, en hann er í eðli sínu eins. Í eðli samningsins er að enn er þess krafist að tekið verði veð í þjóðinni. Við lögðum til að þjóðirnar þrjár, Íslendingar, Hollendingar og Bretar, tækju sameiginlega áhættu. Við því var ekki orðið og þar af leiðandi á ég bara einn kost í stöðunni og hann er að segja nei.