139. löggjafarþing — 72. fundur,  15. feb. 2011.

fundarstjórn.

[15:26]
Horfa

Birkir Jón Jónsson (F):

Frú forseti. Ég vil gera þá athugasemd við fundarstjórn forseta að hæstv. forseti hefur ekki enn svarað þeirri fyrirspurn sem hv. þm. Ragnheiður Elín Árnadóttir beindi til hennar þar sem þingmaðurinn óskaði eftir skýringu frá frú forseta á því hvað hún hefði sagt sem hún hefði við að athuga í umræðunni áðan.

Í annan stað vil ég ræða að þegar hv. þingmenn biðja iðulega um að fá orðið til að bera af sér sakir þá hef ég oftsinnis orðið vitni að því að hæstv. forseti hafi neitað þeim um það. En svo bregður við að þegar hæstv. fjármálaráðherra biður um orðið og óskar eftir því að bera af sér sakir er honum hleypt upp athugasemdalaust án þess að vera spurður nokkurra spurninga út af hverju hann ætli að bera af sér sakir. Það er greinilega ekki sama hver einstaklingurinn er hér. Þingið er enn í sama gamla hjólfarinu. Það eru hæstv. ráðherrar og síðan eru það hv. þingmenn. (Forseti hringir.) Hæstv. ráðherrum er greinilega leyft ýmislegt sem hv. þingmönnum er ekki leyft.