139. löggjafarþing — 72. fundur,  15. feb. 2011.

afbrigði um dagskrármál.

[15:31]
Horfa

Margrét Tryggvadóttir (Hr) (um atkvæðagreiðslu):

Forseti. Við greiðum hér atkvæði um afbrigði vegna tveggja breytingartillagna sem ég er m.a. aðili að. Ég er á móti afbrigðum og ég mun ekki greiða þessum breytingartillögum mínum atkvæði vegna þess að hraðinn á málinu er ekki til fyrirmyndar. Þetta er eitt mesta hagsmunamál á Íslandi og það er tekið úr nefnd á fundi að kvöldlagi og ekki er einu sinni gerð grein fyrir því á vef Alþingis um hvað á að fjalla á þeim fundi. Málið er rifið út í óþökk minni hlutans, það er valtað yfir fólk og ekki gefinn nægilegur tími til að vinna málið. Ég mun sitja hjá.