139. löggjafarþing — 72. fundur,  15. feb. 2011.

samningar um ábyrgð á endurgreiðslu Tryggingarsjóðs innstæðueigenda til breska og hollenska ríkisins.

388. mál
[16:34]
Horfa

Frsm. meiri hluta fjárln. (Oddný G. Harðardóttir) (Sf) (andsvar):

Virðulegur forseti. Ekki hefur verið búið til líkindamódel til að sýna nákvæmlega í prósentum hvaða líkur eru á því að málið tapist eða málið vinnist en ljóst að hvort tveggja er mögulegt. Þegar við metum síðan stöðuna hvað eigi að gera í þessu máli höfum við áætlað að hugsanlega gæti kostnaður ríkisins verið um 47 milljarðar. (Höskþ: Hverjir áætla það?) Ef við færum hins vegar dómstólaleiðina tækjum við bæði áhættu af því að tapa málinu eða við yrðum dæmd til að greiða það sem við erum að greiða núna, þ.e. lágmarksinnstæðutryggingarnar, og að málið tæki langan tíma, og í millitíðinni yrði tjón okkar bæði efnahagslegt og pólitískt enn meira en það sem við erum að gera áætlanir um að hugsanlega gæti orðið með því að samþykkja samningana.