139. löggjafarþing — 72. fundur,  15. feb. 2011.

samningar um ábyrgð á endurgreiðslu Tryggingarsjóðs innstæðueigenda til breska og hollenska ríkisins.

388. mál
[16:35]
Horfa

Pétur H. Blöndal (S) (andsvar):

Frú forseti. Ég er með þrjár spurningar.

Í fyrsta lagi: Var kortlagt líkindafræðilega hvað gerðist ef sagt yrði nei? Ég bað um það í 2. umr.

Í öðru lagi: Hvers vegna er þessi hraði á málinu? Til stendur að fyrsta greiðsla frá þrotabúinu komi 15. júlí, eftir nákvæmlega fimm mánuði, og þetta þing verður þá enn að störfum. Af hverju mátti ekki bíða með málið þangað til?

Í þriðja lagi: Hvað mundi gerast ef við settum hámark á þessa ríkisábyrgð? Sem ég tel reyndar skylt að gera, hvort sem það eru 750 milljarðar eins og hámarkið er raunverulega eða t.d. 90 milljarðar, sem ég tel að ekki megi fara yfir eigi íslenska ríkið og þjóðin að geta borgað. Hvað mundi gerast ef við settum t.d. 90 milljarða hámark á ríkisábyrgðina, eitthvað sem ég tel að sé á nippinu að þjóðin ráði við? Ég vil benda á að niðurskurðurinn í heilbrigðismálum var 40 milljarðar. Þetta er rúmlega tvöfalt það.