139. löggjafarþing — 72. fundur,  15. feb. 2011.

samningar um ábyrgð á endurgreiðslu Tryggingarsjóðs innstæðueigenda til breska og hollenska ríkisins.

388. mál
[16:39]
Horfa

Frsm. meiri hluta fjárln. (Oddný G. Harðardóttir) (Sf) (andsvar):

Virðulegi forseti. Þó að ekki hafi verið útbúið líkindamat eins og hv. þingmaður hefur talað um, bæði í þessari umræðu og þeim fyrri, var unnin greining fyrir fjárlaganefnd, nokkrar ákaflega vandaðar og góðar greiningar sem hjálpuðu okkur við að taka ákvörðun í málinu. (PHB: Lýsir ekki neinu.)

Hv. þingmaður spyr af hverju ekki sé hámark. Ég bendi þar á þá efnahagslegu fyrirvara sem eru settir í samninginn sem ég tel vera ásættanlega. (PHB: Þeir eru handónýtir.)