139. löggjafarþing — 72. fundur,  15. feb. 2011.

samningar um ábyrgð á endurgreiðslu Tryggingarsjóðs innstæðueigenda til breska og hollenska ríkisins.

388. mál
[16:39]
Horfa

Margrét Tryggvadóttir (Hr) (andsvar):

Forseti. Það frumvarp sem við ræðum hér er eiginlega opinn tékki á þjóðina því að við vitum ekki hverjar heimtur úr búinu verða og við vitum ekki hvað skilar sér og hver hin endanlega skuld verður.

Ég vil spyrja formann fjárlaganefndar, Oddnýju Harðardóttur, hvort hún telji að við Íslendingar, íslenska ríkið geti greitt það sem kallað hefur verið versta sviðsmyndin, 233 milljarðar, og þá hvernig, og hvort henni finnist réttlætanlegt að íslenskir skattgreiðendur greiði þessa skuld.