139. löggjafarþing — 72. fundur,  15. feb. 2011.

samningar um ábyrgð á endurgreiðslu Tryggingarsjóðs innstæðueigenda til breska og hollenska ríkisins.

388. mál
[16:45]
Horfa

Frsm. meiri hluta fjárln. (Oddný G. Harðardóttir) (Sf) (andsvar):

Virðulegi forseti. Ég er meira en tilbúin í málefnalegar umræður við hv. þingmann. En mér finnst varla hægt að ætlast til þess að ég svari þeim spurningum sem hann lagði fyrir mig, hvort mér finnist þetta betra en hitt.

Þegar ég talaði um áfellisdóm og mikla áhættu vísaði ég til þess að Ísland mundi tapa dómsmáli og okkur yrði dæmt, jafnvel eftir dúk og disk, að borga allar kröfur sem Bretar og Hollendingar setja fram. Það yrði mikið áfall fyrir Ísland.