139. löggjafarþing — 72. fundur,  15. feb. 2011.

samningar um ábyrgð á endurgreiðslu Tryggingarsjóðs innstæðueigenda til breska og hollenska ríkisins.

388. mál
[17:31]
Horfa

Gunnar Bragi Sveinsson (F) (andsvar):

Virðulegi forseti. Það er mikilvægt að Alþingi taki þá ákvörðun að vísa málinu til þjóðarinnar. Það er í rauninni óeðlilegt að stóla á forsetann og setja hann í þá stöðu að þurfa að taka aftur um þetta ákvörðun. Eins og ég sagði áður hlýtur forsetinn að verða við því.

Tengt skuldastöðu þjóðarbúsins velti ég því fyrir mér hvort fjárlaganefnd hafi fengið umsögn frá lánshæfismatsfyrirtækjunum um hvað það þýði ef við samþykkjum Icesave-samninginn. Sýknt og heilagt er vitnað í þessi lánshæfisfyrirtæki. Það er alveg ljóst að með samþykkt samningsins og því að ætla að greiða þessar skuldir einkaaðila, fjárglæframanna, þá munu skuldir þjóðarbúsins aukast til lengri tíma. Þess vegna spyr ég hvort leitað hafi verið eftir áliti frá lánshæfismatsfyrirtækjunum um hver áhrifin (Forseti hringir.) af nýjum Icesave-samningi kynnu að vera.