139. löggjafarþing — 72. fundur,  15. feb. 2011.

afbrigði um dagskrármál.

[19:31]
Horfa

Pétur H. Blöndal (S) (um atkvæðagreiðslu):

Frú forseti. Við veitum afbrigði fyrir tillögu um að sjálf ríkisábyrgðin fari í þjóðaratkvæðagreiðslu. Þetta er sambærileg tillaga og ég flutti fyrir rúmu ári í sama máli um Icesave. Ég tel að þetta mál sé svo víðfeðmt og hafi svo mikil áhrif á íslenska þjóð að það sé eðlilegt að hún fái að taka afstöðu til þess. Þjóðin á að greiða atkvæði um það hvort ríkisábyrgðin sjálf taki gildi. Slíkt hefur margoft verið gert. Ríkisábyrgð hefur verið veitt til lána hjá Landsvirkjun og þá hefur stjórn Landsvirkjunar tekið ákvörðun um það hvort ríkisábyrgðin sé nýtt. Þetta er sambærilegt og þýðir ekki að Alþingi sé að framselja löggjafarvaldið.