139. löggjafarþing — 72. fundur,  15. feb. 2011.

afbrigði um dagskrármál.

[19:34]
Horfa

Mörður Árnason (Sf):

Frú forseti. Það er ekki sjálfsagt að veita afbrigði fyrir hvaða tillögu sem er en ég fyllist slíkri aðdáun á góðverki þessara tveggja hv. þingmanna úr Sjálfstæðisflokknum, Péturs H. Blöndals og þó einkum Sigurðar Kára Kristjánssonar, að veita ókeypis lögfræðiaðstoð eins og hv. þm. Sigurður Kári Kristjánsson veitti í gamla daga í nafni Orators í Háskóla Íslands að ég get ekki annað en stutt hann af miklu harðfylgi og hjartahlýju og segi því já. [Hlátur í þingsal.]