139. löggjafarþing — 72. fundur,  15. feb. 2011.

samningar um ábyrgð á endurgreiðslu Tryggingarsjóðs innstæðueigenda til breska og hollenska ríkisins.

388. mál
[21:23]
Horfa

Margrét Tryggvadóttir (Hr) (andsvar):

Frú forseti. Ég þakka þingmanninum fyrir góða ræðu. Ég hef verið á sömu línu og hann í þessu máli og oft dáðst að eljusemi hans og þrotlausri vinnu við að reyna að sannfæra þjóðina og þingheim um þetta mál, en staðreyndir málsins eru þær að einhvern tíma eftir hádegi á morgun verður atkvæðagreiðsla um málið og að öllum líkindum verður frumvarpið samþykkt. Við vitum auðvitað ekki hvað gerist með undirskriftasöfnunina á kjósum.is eða hvort forsetinn grípi aftur inn í málið en verði niðurstaðan sú að Íslendingar taki á sig þessar ólögmætu skuldaklyfjar getur þingmaðurinn bent á einhverjar leiðir til að greiða þær? Telur hann að íslenska ríkið geti það eða sér hann einhverjar leiðir út úr því?