139. löggjafarþing — 72. fundur,  15. feb. 2011.

samningar um ábyrgð á endurgreiðslu Tryggingarsjóðs innstæðueigenda til breska og hollenska ríkisins.

388. mál
[21:48]
Horfa

Margrét Tryggvadóttir (Hr) (andsvar):

Forseti. Já, ég veit ekki hvort hæstv. ráðherra getur svarað betur í seinna andsvari því að ég er með fleiri spurningar. Ráðherrann hefur nú lagt fram frumvarp þar sem er lagt til 1% iðgjald á innstæðum. Í fyrra frumvarpi ráðherra — það var reyndar annar maður í því embætti þá en þetta var sama ríkisstjórn og í henni átti þessi sami ráðherra sem hér stendur líka sæti — er lagt til iðgjald upp á 0,3% Þar er gert ráð fyrir A- og B-deildum. Nú vil ég spyrja ráðherrann hvort hann telji það ganga að skipta iðgjaldinu upp þannig að í nýju deildina greiðum við 0,3% eins og forveri hans í starfi lagði til og afganginn í B-deildina upp í þessa skuld.