139. löggjafarþing — 72. fundur,  15. feb. 2011.

samningar um ábyrgð á endurgreiðslu Tryggingarsjóðs innstæðueigenda til breska og hollenska ríkisins.

388. mál
[23:13]
Horfa

Pétur H. Blöndal (S) (andsvar):

Frú forseti. Ég veit ekki hvernig forseti Íslands hugsar. Síðast skrifuðu tæplega 60 þúsund undir og urðu til þess að hann vísaði málinu til þjóðarinnar. Þjóðin kolfelldi það og hann hefur sagt stundum, ég les það út úr orðum hans, að þetta sé í rauninni hjá þjóðinni. Ég hugsa að ef 30–40 þúsund manns skrifi undir hugsi hann sinn gang, hvort hann eigi ekki að vísa þessu aftur til þjóðarinnar sem er svo áköf í að fá að taka þátt í þessu. Til þess að eitthvert vit sé í því þarf að upplýsa miklu meira um hvað gerist ef við segjum nei. Hve miklar líkur eru á því að við vinnum málið ef við segjum nei? Eins og ég sagði fyrr í kvöld held ég með einhverri fingratilfinningu að svona 70% líkur séu á því að við vinnum, 70% líkur að við borgum ekki neitt og 30% líkur að við borgum. Það skiptist í það að við borgum bara það sem við borgum hvort sem er með þessum samningi og svo (Forseti hringir.) eru 5% líkur á mjög slæmum dómi.