139. löggjafarþing — 72. fundur,  16. feb. 2011.

samningar um ábyrgð á endurgreiðslu Tryggingarsjóðs innstæðueigenda til breska og hollenska ríkisins.

388. mál
[00:24]
Horfa

Frsm. 3. minni hluta fjárln. (Höskuldur Þórhallsson) (F) (andsvar):

Virðulegi forseti. Hvernig væri að þingmaðurinn mundi bara koma fram og segja sína skoðun á því hvar málið liggur og hvað hann muni gera? Mun hann samþykkja það, vera á gula takkanum eða jafnvel rauða takkanum? Þetta er allt í einhvers konar véfréttastíl. Ég heyri ekki betur en hann sé sammála mér um að réttarstaða okkar sé sterk og að því leyti séu meiri líkur en minni á að við munum vinna málið. Auðvitað er óvissa um alla skapaða hluti. En ég spyr hv. þingmann hvort hann sé ekki sammála mér um að eðlilegt hefði verið að reyna að leggja mat á það hvað mundi gerast ef svo ólíklega færi að við mundum tapa dómsmáli. Ég tel rétt að þingmaðurinn komi hingað og segi okkur afstöðu sína á skýran hátt.