139. löggjafarþing — 73. fundur,  16. feb. 2011.

samningar um ábyrgð á endurgreiðslu Tryggingarsjóðs innstæðueigenda til breska og hollenska ríkisins.

388. mál
[13:36]
Horfa

Höskuldur Þórhallsson (F) (um fundarstjórn):

Virðulegi forseti. Forseti Alþingis er forseti allra alþingismanna og ber að vera samkvæmur sjálfum sér. Í gær féllumst við á að það yrði ekki tvöfaldur ræðutími vegna þess að forseti hafði talið að það gengi ekki upp vegna þess að það hafði ekki verið rætt á fundum með formönnum þingflokkanna.

Nú er annað uppi á teningnum og ég spyr: Er þetta það sem koma skal hjá þríflokknum á Alþingi? Er þríflokkurinn búinn að taka öll völd og þýðir það að ekki á að hafa Framsóknarflokkinn og Hreyfinguna með í ráðum? (Utanrrh.: Við elskum Framsóknarflokkinn.)