139. löggjafarþing — 73. fundur,  16. feb. 2011.

samningar um ábyrgð á endurgreiðslu Tryggingarsjóðs innstæðueigenda til breska og hollenska ríkisins.

388. mál
[13:39]
Horfa

Vigdís Hauksdóttir (F) (um atkvæðagreiðslu):

Virðulegi forseti. Þetta er stór dagur í lífi þjóðarinnar. Þetta er sá dagur sem ég hef óttast mikið. Þetta er sá dagur sem ríkisstjórninni er að takast að koma þessu máli í gegnum þingið. Hér er verið að leggja á almenning allan skuldir einkaaðila, skuldir gjaldþrota fyrirtækis, og það án dóms og laga. Við skulum átta okkur á því að þessi dagur á jafnvel eftir að hafa mikil áhrif í framtíðinni ef breytingartillögur um þjóðaratkvæðagreiðslu verða ekki samþykktar svo að þjóðin eigi síðasta orðið í málinu. Ríkisstjórnin er umboðslaus eftir að þjóðin felldi Icesave-samninginn úr gildi þann 7. mars sl.