139. löggjafarþing — 73. fundur,  16. feb. 2011.

samningar um ábyrgð á endurgreiðslu Tryggingarsjóðs innstæðueigenda til breska og hollenska ríkisins.

388. mál
[13:51]
Horfa

utanríkisráðherra (Össur Skarphéðinsson) (Sf) (um atkvæðagreiðslu):

Frú forseti. Synjun forseta Íslands, einörð barátta Indefence, málefnaleg andstaða á þingi gjörbreytti samningsstöðu Íslendinga. Íslendingum tókst að nýta þá gjörbreyttu stöðu með því að ganga sameinaðir til nýrra samninga þar sem stjórnarandstaðan átti fulltrúa. Þetta leiddi til samninga sem eru miklu betri en fyrri samningar, vextirnir eru miklu lægri. Það sem mestu skiptir er þó kannski að fyrirvarar Íslands eru hnýttir miklu fastari hnútum.

Þegar ég veg málið og met held ég að jafnvel ný þjóðaratkvæðagreiðsla mundi ekki breyta stöðunni til betra horfs. Þess vegna tel ég að blákaldir hagsmunir Íslendinga liggi því til grundvallar að rétt sé (Forseti hringir.) í þessari stöðu að segja já og taka við þessum samningi.