139. löggjafarþing — 73. fundur,  16. feb. 2011.

samningar um ábyrgð á endurgreiðslu Tryggingarsjóðs innstæðueigenda til breska og hollenska ríkisins.

388. mál
[13:53]
Horfa

Höskuldur Þórhallsson (F) (um atkvæðagreiðslu):

Virðulegi forseti. Í hvert einasta skipti sem staðið hefur til að samþykkja Icesave hefur því verið fylgt úr hlaði með sömu rökum. Í fyrsta lagi að ekki hafi verið farið ítarlegar yfir nokkurt mál annað á Alþingi og í annan stað að það hafi skelfilegar afleiðingar í för með sér ef við samþykkjum ekki Icesave. Sömu rök á öllum stigum málsins.

Nú liggur fyrir mat á því hvort það sé Íslandi í óhag og hvort það sé veruleg hætta af því að fara í dómsmál. Að baki liggja sjö setningar valinkunnra lögfræðinga sem eru þó ósammála í þeim sjö línum. Þetta segir hæstv. forsætisráðherra að hafi leitt líkur að því með ítarlegum hætti að skelfilegar afleiðingar fylgi því að samþykkja ekki Icesave.

Við framsóknarmenn höfum alltaf sett þann fyrirvara (Forseti hringir.) að við teljum ekki vera lagaskyldu á Íslendinga að borga fyrir Icesave-samninga. Við höfum verið samkvæmir sjálfum okkur frá upphafi málsins og jafnvel þó að við höfum samþykkt (Forseti hringir.) fulltrúa okkar í samninganefndinni breytir það ekki afstöðu okkar.