139. löggjafarþing — 73. fundur,  16. feb. 2011.

samningar um ábyrgð á endurgreiðslu Tryggingarsjóðs innstæðueigenda til breska og hollenska ríkisins.

388. mál
[14:02]
Horfa

Guðlaugur Þór Þórðarson (S):

Virðulegi forseti. Því miður höfum við ekki nýtt tímann til að búa til þann ramma um þjóðaratkvæðagreiðslu sem við þyrftum og flestar aðrar þjóðir hafa. Það er ekki góð regla að menn vilji einungis þjóðaratkvæðagreiðslu þegar þeir vilja fá nei í viðkomandi máli.

Þetta mál er hins vegar þannig að það uppfyllir þau skilyrði sem þarf til að fara til þjóðarinnar. Við skulum ekki gleyma því að ástæðan fyrir umfjöllun málsins í dag er vegna þess að þjóðin sagði nei. Þess vegna, virðulegi forseti, segi ég já.