139. löggjafarþing — 73. fundur,  16. feb. 2011.

samningar um ábyrgð á endurgreiðslu Tryggingarsjóðs innstæðueigenda til breska og hollenska ríkisins.

388. mál
[14:30]
Horfa

Birgitta Jónsdóttir (Hr):

Forseti. Ég ætla að hlusta á þá 32 þúsund einstaklinga sem hafa kallað eftir því að fá þetta mál í þjóðaratkvæðagreiðslu. Ég er ekki með því að varpa ábyrgð af mínum herðum en mér finnst að okkur beri í ljósi þessa máls að hlusta á þá, okkur ber að hlusta á alla þessa einstaklinga sem kalla eftir því að fá að hafa áhrif á framtíð sína.

Icesave var hafnað, það fór í þjóðaratkvæðagreiðslu og það skal aftur fara í þjóðaratkvæðagreiðslu. Ég segi já.