139. löggjafarþing — 73. fundur,  16. feb. 2011.

samningar um ábyrgð á endurgreiðslu Tryggingarsjóðs innstæðueigenda til breska og hollenska ríkisins.

388. mál
[14:41]
Horfa

Gunnar Bragi Sveinsson (F):

Virðulegi forseti. Það lítur út fyrir að þjóðin þurfi aftur að treysta á að forseti Íslands sjái að enginn samhugur er í þinginu um að fara þess leið án þess að tala við þjóðina. Það eru tugþúsundir Íslendinga að skrifa undir áskorun þess efnis. Ég mun því að sjálfsögðu samþykkja þessa tillögu sem hv. þm. Pétur H. Blöndal er skrifaður fyrir.

En, frú forseti, nú eiga sér stað miklar tölvuárásir á síðuna kjósum.is. Hún liggur stundum niðri vegna þess að einhverjir hakkarar vilja greinilega ekki að þjóðin fái að segja hug sinn. [Hlátur í þingsal.] Það er svolítið merkilegt að það skuli vera akkúrat núna.

Nú hlæja þingmenn hér í sal, sérstaklega stjórnarþingmenn, ég veit ekki af hverju þeir hlæja að þessu, en það er nú samt þannig (Forseti hringir.) að síðan liggur niðri. Ég vil því hvetja þá sem heyra í okkur núna í þinginu að vera rólegir (Forseti hringir.) og fara á síðan á síðuna kjósum.is og segja hug sinn. [Lófatak á þingpöllum.]