139. löggjafarþing — 73. fundur,  16. feb. 2011.

samningar um ábyrgð á endurgreiðslu Tryggingarsjóðs innstæðueigenda til breska og hollenska ríkisins.

388. mál
[14:47]
Horfa

Þór Saari (Hr):

Virðulegur forseti. Í frumvarpi fjármálaráðherra, 3. gr. um Icesave, er gert ráð fyrir að lög 96/2009, þ.e. Icesave, falli brott. 8. gr. þeirra laga fjallar um endurheimtur á innstæðum vegna Landsbanka Íslands og Icesave-reikninganna og var samþykkt hér haustið 2009 af meiri hluta Alþingis og leggur þá kvöð á hendur ríkisstjórninni að hún beiti sér af fullum krafti til að reyna að endurheimta með öllum tiltækum ráðum það fé sem hvarf út úr Landsbankanum á sínum tíma. Hún leggur þá kvöð á ríkisstjórnina að auk þeirra aðgerða sem sérstakur saksóknari sé að nota verði á háu pólitísku plani haldið áfram, með aðstoð og stuðningi stjórnvalda, Breta, Hollendinga og Evrópusambandsins, að rekja og innheimta og endurheimta allar greiðslur úr Landsbankanum og hugsanlega dularfull viðskipti þar.

Þess vegna teljum við mjög mikilvægt að þessi grein verði áfram inni til að tryggt sé að sem mest endurheimtist upp í Icesave-kröfurnar, burt séð frá því hvort við séum (Forseti hringir.) sammála frumvarpinu í heild eða ekki. Ég skora á — þó að svo virðist ekki vera (Forseti hringir.) að ríkisstjórnin haldi inni þeirri grein sem hún samþykkt fyrir einu og hálfu ári.