139. löggjafarþing — 74. fundur,  16. feb. 2011.

innlend framleiðsla innrennslisvökva til notkunar í lækningaskyni.

294. mál
[16:42]
Horfa

Valgerður Bjarnadóttir (Sf) (andsvar):

Virðulegi forseti. Það er merkt mál sem hér er tekið fyrir. Þegar hætt var að framleiða dreypilyf hér á landi árið 2002 var það gert út af því að mun hagkvæmara var að kaupa þau að utan. Fylgst hefur verið með þessu ár frá ári og ég er sammála hv. ræðumanni Ólafi Þ. Gunnarssyni um að væntanlega hafi gengisforsendur breytt þeim útreikningum allnokkuð.

Mig langar til að spyrja hann fyrst að því, af því að hann talaði mikið um öryggisþáttinn hér — það er sjálfsagt að gera slíka hagkvæmnisútreikninga, það má alltaf gera það — en hver er ástæðan fyrir því að þetta er sérstaklega tekið upp? Er það út af hagkvæmnisþættinum? Ef þetta væri hagkvæmt velti ég því fyrir mér hvort einkafyrirtæki mundi þá ekki gera þetta. Eða vegur öryggisþátturinn mjög þungt í þessum tillöguflutningi?