139. löggjafarþing — 74. fundur,  16. feb. 2011.

umsókn Íslands um aðild að Evrópusambandinu.

471. mál
[19:10]
Horfa

Ásmundur Einar Daðason (Vg) (andsvar):

Frú forseti. Evrópusambandið beitir sér í auknum mæli með fjármunum í umræðu í aðildarríkjum. Ég er í töluverðu sambandi við Norðmenn og þeir hafa verið að aðstoða Íra og fleiri. Þeir tala um að það hafi orðið sú breyting á frá 1994 að Evrópusambandið setji miklu meiri fjármuni í alla kynningarstarfsemi og áróðursstarfsemi í viðkomandi aðildarríkjum. Það gerðu þeir þegar verið var að kjósa um Lissabon-sáttmálann á Írlandi með beinum fjármunum.

Já, ég hef rætt um það að ég telji mjög óeðlilegt að opinberar stofnanir taki að sér kynningarhlutverk sem þær fá greitt fyrir frá Evrópusambandinu. Ég hef gert mjög alvarlegar athugasemdir við það í mínum þingflokki en svo virðist vera að það hafi ekki náð upp á borð hjá ríkisstjórninni. Ég hef einnig gert alvarlegar athugasemdir við það að tekið sé við þessum styrkjum. Það kann þó ekki að vera að þetta sé einn af þeim þáttum sem eru valda þeirri miklu ólgu sem er innan VG alla jafna?