139. löggjafarþing — 75. fundur,  17. feb. 2011.

viðbrögð stjórnvalda við díoxínmengun.

[10:58]
Horfa

Ólína Þorvarðardóttir (Sf):

Frú forseti. Ég þakka hæstv. umhverfisráðherra þær upplýsingar sem hún hefur núna veitt. Mig langar svolítið til að fylgja þessu eftir vegna þess sem ég nefndi að málið varðar ýmsar stjórnsýslustofnanir og stjórnsýslustig. Flækjustig stjórnsýslunnar er umtalsvert í máli sem þessu af því að hér er ekki aðeins um að ræða lýðheilsumál heldur matvælaöryggi, áhrif á vistkerfi, markaðsmöguleika matvælaframleiðslu, t.d. bæði sjávarafurða og landbúnaðarafurða o.s.frv. Mig langar að spyrja ráðherrann að því hvort hún sjái ekki ástæðu til að skipuð verði sérstök verkefnisstjórn um málið til að samræma og samhæfa yfirumsjón og utanumhald því að ég held að það sé af þeirri stærðargráðu að ekki veiti af að einn aðili hafi heildaryfirumsjón (Forseti hringir.) og -yfirsýn þar.