139. löggjafarþing — 75. fundur,  17. feb. 2011.

framkvæmd þjónustusamnings við Menntaskólann Hraðbraut.

380. mál
[16:14]
Horfa

Þorgerður Katrín Gunnarsdóttir (S) (andsvar):

Frú forseti. Ég held að svar hv. þingmanns í andsvari við mig hafi einmitt undirstrikað að það er rétt af mér að bera upp þá spurningu hvort hún sé yfirhöfuð ekki vanhæf til að fara með þá gagnrýni sem sett var fram, og var erfið á sínum tíma, á sama tíma og við erum að tala um málefni Hraðbrautar. Ég var ekkert að gagnrýna skýrslu Ríkisendurskoðunar, ég mun fara yfir hana á eftir. En mér heyrist á öllu að spurning mín til hv. þingmanns hafi verið fyllilega lögmæt miðað við það hvernig framsetning máls hennar var í andsvari.

Varðandi málið sjálft efnislega, sem var fyrirferðarmikið á sínum tíma í ráðuneytinu, held ég að það sé prýðileg hugmynd að farið verði yfir það mál allt, og meðal annars athugasemdir Kennarasambands Íslands sem ættu í rauninni enn í dag að liggja fyrir.