139. löggjafarþing — 75. fundur,  17. feb. 2011.

umsókn Íslands um aðild að Evrópusambandinu.

471. mál
[18:40]
Horfa

Þorgerður Katrín Gunnarsdóttir (S) (andsvar):

Frú forseti. Þegar við lögðum af stað í þá vegferð að sækja um aðild að Evrópusambandinu héldu menn hér inni þá að okkar leið og vegferð yrði önnur en annarra þjóða sem hafa sótt um aðild? Héldu menn virkilega að það yrði með öðrum hætti? Það verður hins vegar tekið tillit til sérstöðu Íslands.

Við erum að sjálfsögðu í aðildarviðræðum. Menn geta reynt að snúa út úr eins og þeir sem eru andsnúnir þessum viðræðum vilja gera og sagt að um hreina og klára aðlögun sé að ræða. Ég lít á þetta sem aðildarviðræður. Til að mynda þegar menn hafa verið að tala um að það þurfi að breyta hér tollkerfinu, skráningarkerfinu o.fl. þá lít ég svo á að við þurfum hvort sem er að gera það og höfum dregið lappirnar gagnvart EES. Það er margt (Forseti hringir.) sem þarf að gera þrátt fyrir að við munum hugsanlega ekki (Forseti hringir.) ganga í Evrópusambandið, það eru margar kröfur sem við þurfum að uppfylla engu að síður. Ég segi: Vinnum áfram að (Forseti hringir.) samningum þannig að við getum treyst því að þjóðin hafi það besta þegar þar að kemur.

(Forseti (ÞBack): Forseti biðst afsökunar á því að klukkan sé biluð og verða hv. þingmenn að treysta því að forseti fylgist með tímanum ef hún fer ekki í gang.)