139. löggjafarþing — 75. fundur,  17. feb. 2011.

umsókn Íslands um aðild að Evrópusambandinu.

471. mál
[18:42]
Horfa

Ásmundur Einar Daðason (Vg) (andsvar):

Frú forseti. Í landsfundarsamþykkt Sjálfstæðisflokksins segir, með leyfi forseta:

„Sjálfstæðisflokkurinn setur fram þá skýru kröfu að umsókn um aðild Íslands að Evrópusambandinu verði dregin til baka án tafar.“

Hv. þm. Einar K. Guðfinnsson rökstuddi mjög vel í ræðu sinni af hverju hann teldi þess þurfa. Hann fór m.a. yfir gögn sem hafa verið lögð fyrir sjávarútvegs- og landbúnaðarnefnd þess efnis að aðlögun væri í gangi, breytingar á regluverki Evrópusambandsins sem ekki þyrfti að breyta ef við göngum ekki í Evrópusambandið.

Af því hv. þingmaður nefndi í ræðu sinni fyrr í dag hvenær rétti tíminn væri til að lækka skatta þá spyr ég hana og sérstaklega í ljósi atkvæðagreiðslunnar sem var í gær: Hvenær er rétti tíminn til að fylgja stefnu Sjálfstæðisflokksins varðandi utanríkismál og Evrópusambandið?