139. löggjafarþing — 76. fundur,  22. feb. 2011.

erlendir nemar í háskólanámi.

[15:01]
Horfa

mennta- og menningarmálaráðherra (Katrín Jakobsdóttir) (Vg):

Virðulegi forseti. Ég þakka fyrir að þetta mál sé tekið upp. Ég vænti þess að hv. þingmenn muni hafa tækifæri til að skoða það sérstaklega þar sem málið mun væntanlega koma til umræðu við þá endurskoðun á löggjöfinni sem ég nefndi áðan.

Ég ítreka að við lítum sérstaklega til annarra norrænna ríkja þegar við förum yfir háskólalöggjöfina hvað þetta varðar og ýmis önnur mál. Ég get tekið undir með hv. þingmanni um að mikilvægt sé að við fylgjum þeim að nokkru leyti og reynum að vera í sem mestu samstarfi við þau í þessum efnum.