139. löggjafarþing — 77. fundur,  23. feb. 2011.

samkeppnislög.

131. mál
[14:42]
Horfa

Valgerður Bjarnadóttir (Sf):

Virðulegi forseti. Þetta eru vissulega víðtækar heimildir sem Samkeppniseftirlitinu verða veittar. Það mun farið með þær af þeirri hófsemi sem sagt er í nefndaráliti að eigi að gilda um það. Ég hef álit á þeim sem reka fyrirtæki hér á landi og ég tel að þeim verði enginn vandi að starfa innan þess ramma sem þarna er settur. (Gripið fram í.)

Þar fyrir utan er samkeppni besti vinur neytendanna þannig að í þessu tilfelli er enginn vafi í mínum huga um að segja já.