139. löggjafarþing — 77. fundur,  23. feb. 2011.

úttekt á áhrifum Schengen-samstarfsins.

281. mál
[17:18]
Horfa

innanríkisráðherra (Ögmundur Jónasson) (Vg):

Hæstv. forseti. Ég lýsi stuðningi við þessa þingsályktunartillögu. Ég tel hana til góðs og eins og hv. þingmaður og frummælandi nefndi hafa menn horft bæði á kosti þess og galla að vera innan Schengen-samskomulagsins og vissulega hefur löggæslan lagt áherslu á mikilvægi samstarfsins sem samkomulagið býður upp á við lögregluyfirvöld í öðrum löndum. Á móti hefur verið bent á að Bretland og Írland t.d. standa utan Schengen-samstarfsins og það er rétt sem sagt hefur verið að með inngöngu okkar í Schengen er dregið úr landamæraeftirliti. Þá er greiðari aðgangur að landinu en að sama skapi er samstarf lögregluyfirvalda aukið. Því fylgir mikill tilkostnaður og það hefur áhrif á ýmsan hátt. Ég ætla ekkert að orðlengja þessa umræðu en lýsi mig mjög fylgjandi þessu máli.